Disneyrímur, 1978
Úr mansöng þriðju rímu
1
Opnast munnur enn á ný,
ómar þunnir líða um skolt.
Þó ég kunni að koðna á því
kveð ég Unnur meira um Walt.
2
Inn ég gekk á Óðinsbar
engan fékk þó dropa í glas.
Hlaut ég ekki áheyrn þar,
út af tékka gerði hann þras.
3
Aðrir löptu Óðins mjöð,
engum höftum beitti hann þá.
Skáldin göptu of glasaröð,
grimmum kjöftum bitust á.
4
Seinna um kvöldið kom ég þar,
klúktu höldar enn við mjöð,
uns líkin köld við læstan bar
loks sér völdu endastöð.
5
Gólfin spúin, glösin tæmd,
galdur flúinn, slokknað bál.
Andinn búinn, burtu sæmd,
buddan rúin, stirðnað mál.
6
Hélt ég feginn heim í var,
horfði um þveginn sálarglugg.
Frá þeim degi fann ég þar
fró við eigið heimabrugg.
Translations of this Poem
Disney Rhymes, 1978
Translator: Kenneth Steven
From the love song of the third rhyme
1.
Again my open mouth recites,
thin the sounds my chops emit.
Though it may cost my liver and lights
oh love, I’ll sing of Walt a bit.
2.
In I went for Odin’s beer,
not a single drop I got.
Nor would he my pleading hear,
only said my cheques could rot.
3.
Odin’s mead the others lapped,
he gave them credit as they chose.
Poets fiercely snarled and snapped,
gaped at glasses ranged in rows.
4.
Later that evening I went there,
though knackered still they drank their booze,
until they picked the locked-up bar
to be their final place to snooze.
5.
The floor bespewed, the glasses tossed,
the magic fled, the flame out-pissed,
the spirits drained, the honour lost,
the wallets fleeced, the tongues a-twist.
6.
Relieved, I came home safe and sound,
my soul’s bright window shone as new.
From that day on my peace I found
sipping on my own home brew.
About this poem
translated with Bernard Scudder and David McDuff